Nýjast á Local Suðurnes

Thorsil fær að fresta greiðslu gatnagerðargjalda vegna sumarfría

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti nýverið að fresta í sjöunda sinn gjalddaga fyrstu greiðslu Thorsil ehf. á gatnagerðargjöldum. Greiðslan nemur 140 milljónum króna og var á gjalddaga í lok júlí. Fyrirtækið fær frest til loka septembermánaðar.

„Fyrirtækið telur að fjármögnun verkefnisins ljúki í ágúst en það hittist þannig á að þjóðfélagið er dautt í júlí enda allir í sumarfríi. Því var ákveðið að gefa lengri frest,“ segir Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri í samtali við DV.is, sem greinir frá þessu í blaði dagsins.