Nýjast á Local Suðurnes

Kennarar sækja í vel launuð störf – Ófaglærðum fjölgar mest á Suðurnesjum

Suðurnes og Vestfirðir skera sig úr hvað varðar hlutfall ófaglærðra kennara í grunnskólum, en ófaglærðum kennurum í grunnskólum landsins fjölgar að nýju eftir að hafa fækkað mikið eftir efnahagshrunið.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar, sem birtar voru í gær er hlutfall ófaglærðra kennara í grunnskólum 14,7%, en var 10,6 prósent árið 2014. Fyrir efnahagshrunið var hlutfallið um og yfir 20%.

Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Vísi.is að menntaðir kennarar sæki í önnur vel launuð störf og því sé erfitt að manna kennarastöður með menntuðum kennurum á meðan.

“Hér á Suðurnesjum erum við auðvitað með mjög stóran vinnustað sem Leifsstöð er og á meðan ferðaþjónustan blómstrar og völlurinn stækkar og stækkar virðist alltaf vera pláss fyrir vel launuð störf þar sem menntun og hæfni kennara nýtist mjög vel,“ segir Helgi.