Sækóngulær og krossfiskar í skólastofu
Það var heldur betur spenna í lofti þegar Jón Steinar Richardsson nemandi í 2. M í Grunnskóla Grindavíkur mætti með lífverur úr sjónum á í skólann á dögunum. Áhugasöm andlit nemenda blöstu við þegar litið var inn í skólastofuna, en á meðal þess sem Jón mætti með voru krossfiskar, sækóngulær og pétursskip, sem faðir hans Richard skipverji á Hrafni Sveinbjarnarsyni hafði tekið til hliðar við veiðarnar.
Það er ómetanlegt fyrir börn að fá að upplifa og taka þátt í að rannsaka og skoða og frábært þegar þeir sem að menntun og uppeldi þeirra koma hafa tilfinningu fyrir að leyfa þeim að njóta alls þess sem vekur áhuga og spurningar, segir á vef Grindavíkurbæjar, en þar er að finna flottar myndir af ánægðum nemendum og skemmtilegum lífverum.