Nýjast á Local Suðurnes

Nýjar kennsluvélar Keilis fengu tignarlegar móttökur á Keflavíkurflugvelli

Starfsmenn slökkviliðs Isavia á Keflavíkurfluvelli tóku vel á móti nýjum kennsluvélum Flugakademíu Keilis þegar þær komu til landsins í dag. Vélarnar sem eru af gerðinni Diamond DA40NG bera einkennisstafina TF-KFJ og TF-KFK.

Vélarnar eru viðbót við kennsluflota Keilis, en fyrir á Akademían fjórar eldri vélar af sömu gerð. Vélunum var flogið frá höfuðstöðvum Diamond, sem staðsettar eru í Wiener Neaustad í Austurríki og tók flugið til Íslands þrjá daga þar sem millilenda þurfti í Skotlandi vegna veðurs.