Nýjast á Local Suðurnes

Vel gekk að losa strandað skip við Vatnsleysuströnd

Varðskipið Freyja losaði grænlenska fiskiskipið af strandstað undan Vatnsleysuströnd á þriðja tímanum í nótt. Vel gekk að draga skipið til Hafnarfjarðar. Fiskiskipið lagðist að bryggju á áttunda tímanum með aðstoð dráttarbátsins Hamars.

Ákveðið var að flytja 14 menn úr áhöfninni frá borði í nótt og voru björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sjöfn og Stefnir fengnir til verksins. Gekk það verk vel og fluttu bátarnir mennina í Voga á Vatnsleysu.

Þá voru eftir um borð 5 menn úr áhöfn auk tveggja varðskipsmanna. Undirbúningur björgunar skipsins gekk vel og með aðstoð áhafnar varðbátsins Óðins og tveggja háseta varðskipsins sem fluttir voru um borð í skipið til aðstoðar var 750 metra langri dráttartaug um borð laust eftir klukkan tvö í nótt.

Einhver leki var kominn að skipinu en dælur höfðu vel undan Dælur frá varðskipinu þar á meðal. Klukkan 2:38 hélt varðskipið Freyja áleiðis með fiskiskipið til Hafnarfjarðar og tók dráttarbáturinn Hamar við drættinum síðasta spölinn að bryggju í Hafnarfirði í morgun.