Nýjast á Local Suðurnes

Óboðinn gestur gripinn á öryggissvæði Landhelgisgæslunnar

Þau eru fjölbreytt verkefnin sem Landhelgisgæslan þarf að glíma við á Keflavíkurflugvelli. Þó er óhætt að segja að sum verkefnin séu krúttlegri en önnur eins og sjá má á meðfylgjandi fésbókarfærslu Gæslunnar sem birt var eftir að öryggiskerfi fór í gang þegar óboðinn ferfættur gestur hafði verið í skoðunarferð á svæðinu.