Nýjast á Local Suðurnes

Erfðagripum stolið – Biður fólk að hafa samband við lögreglu séu slíkir munir boðnir til sölu

Erfðagripir, sjónvarpstæki og fartölvur er á meðal þess sem saknað er eftir innbrot á heimili á Suðurnesjum í gær. Brynhildur Kristinsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að brotist hafi verið inn á heimili foreldra hennar og þaðan stolið miklum verðmætum.

Brynhildur segir að raftækin sé hægt að bæta, en það eigi ekki við um skartgripi og aðra erfðagripi, enda um að ræða hluti sem bera mikið tilfinningagildi. Brynhildur biðlar því til fólks að hafa samband við lögreglu verði það vart við að slíkir hlutir séu boðnir til sölu.