Nýjast á Local Suðurnes

Korters rafmagnsleysi í Reykjanesbæ

Vegna bilunar á dælustöð Fitjum var lítið eða ekkert heitt vatn á Suðurnesjum utan Grindavíkur í skamma stund. Á sama tíma varð rafmagnslaust í Reykjanesbæ.

Um klukkan 18:45, eða korteri síðar var byrjað að keyra vatn út á byggð og rafmagn kom á sveitarfélagið á svipuðum tíma.