Nýjast á Local Suðurnes

Team HS Orka í WOW-Cyclothon – Hjóla 1358 km til styrktar góðu málefni

WOW Cyclothon, stærsta götuhjólreiðakeppni á íslandi er hafin, en keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. Hjólað er hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358.

Að venju taka lið frá Suðurnesjum þátt í keppninni og er Team HS Orku þeirra á meðal, en hægt er að fylgjast með ævintýrum 10 starfsmanna HS Orku og eins lánsmanns í keppninni á Fésbókarsíðu hópsins.

Áheitasöfnun er hafin og þegar þetta er ritað hafa um fimm milljónir króna safnast. Í ár mun söfnunarfé renna til Björgunar- og slysavarnarsveita landsins. Slysavarnarfélagið Landsbjörg er að mestu leyti rekið með frjálsum framlögum almennings og sjálfboðavinnu um 10.000 skráðra félaga um allt land.

Hægt er að heita á Team HS Orku á vef Wow Cyclothons