Þúsund nemendur Holta- og Heiðarskóla í auglýsingu fyrir Skólahreysti – Myndir!
Um 1000 nemendur Holta- og Heiðarskóla komu saman í Reykjaneshöll í morgun, en þar fór fram myndataka vegna auglýsingar sem gerð er fyrir Skólahreysti. Skólarnir tveir hafa í gegnum tíðina átt góðu gengi að fagna í keppninni.
Allir nemendurnir mættu í hvítum fatnaði og mynduðu orðið Skólahreysti á grasi hallarinnar. Fleiri myndir má sjá á Facebooksíðu Reykjanesbæjar.