Nýjast á Local Suðurnes

Lærðu nýjustu klipputækni

Starfsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku á dögunum þátt í námskeiði í klipputækni, sem haldið var í Meppen í þýskalandi. Lögð var sérstök áhersla á rafmagnsbíla sem og tengiltvinnbíla.

Þetta kemur fram í stöðufærslu Brunavarna Suðurnesja á Facebook, sem finna má hér fyrir neðan.

Í vikunni sendum við 7 menn frá okkur til Meppen í þýskalandi til að sækja námskeið í klipputækni, en þar var lögð sérstök áhersla á rafmagnsbíla sem og tengiltvinn bíla. Námskeiðið var hið fróðlegasta á alla kanta og koma okkar menn heim með mikla þekkingu hvað varðar nýjustu aðferðir í klipputækni. En mikil þróun er búin að eiga sér stað undanfarin ár í takti við þróun á bílum. En þess má geta á þessu námskeiði vinna menn einungis á nýjum og ókeyrðum bílum í samvinnu við framleiðanda. Með okkar mönnum voru einnig aðilar frá slökkviliðinu í Grindavík, Borgarbyggð, Vík og Grundarfirði.