Nýjast á Local Suðurnes

Isavia sektar viðskiptavini BaseParking – Geta átt von á yfir 50.000 króna rukkun

Isavia ætlar að sekta 63 bíleigendur sem notað hafa þjónustu BaseParking við Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna þess að BaseParking fyrirtækið lagði bílunum ólöglega.

Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV, en þar var rætt við Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúa Isavia, sem sagði að ekki væri hægt að rukka BaseParking vegna þess að fyrirtækið er ekki lögaðili að málinu.

BaseParking sér um að taka á móti bílum fólks sem er á leið til útlanda og geymir þá á stæðum á Ásbrú. Svo virðist sem þeir hafi farið framhjá reglum og geymt bíla á skammtímastæðum, róterað þeim þar og þannig komist hjá greiðslum.

„Isavia mun í dag og væntanlega á morgun senda út rukkanir til einstaklinga 63 einstaklinga varðandi brot á reglum varðandi bílastæðageymslur okkar skammtímastæði.“

Guðjón segir að eigendur bílanna hafi allir verið í viðskiptum við BaseParking.

„Bílarnir hafa mögulega verið geymdir þar í lengri tíma og rukkunin er væntanlega vangreiðslugjald og síðan rukkun fyrir þann tíma sem bíllinn var inn á skamtímastæðinu.“

Vangreiðslugjaldið er 50.000 krónur, en við það bætist svo gjald fyrir þann tíma sem bíllinn stóð á stæði Isavia.