Nýjast á Local Suðurnes

Farangursvagn á flugi skemmdi flugvél WOW-air – Farþegar fastir í Miami

Ein af þremur Airbus A330 breiðþotum WOW air mikið skemmd eftir aað farangursvagn fauk á vélina, við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í óveðrinu á annan í páskum. Atvikið hefur ollið flugfélaginu töluverðum vandræðum og varð til þess að farþegar á vegum flugfélagsins eru strandaglopar í Miami í Bandaríkjunum.

Það hefur þó ekki verið mikið vandamál að fá farþega til að hinkra aðeins í Miami að sögn Svönu Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa WOW-air.

„Við óskuðum eftir sjálfboðaliðum sem vildu fresta heimför og það gengur mjög vel. Allir þeir farþegar sem áttu að fara heim á þriðjudaginn fara heim með vélinni á morgun [í dag]. En það eru auðvitað margir sem eru til í að vera lengur í sólinni úti í Miami og verða þá lengur,“ segir Svana, í samtali við Fréttablaðið.