Nýjast á Local Suðurnes

Aflýsa ferðum til og frá Miami vegna fellibyls

WOW air hef­ur af­lýst tveim­ur flug­ferðum til og frá Miami í Banda­ríkj­un­um vegna felli­byls­ins Irmu. Um er að ræða flug frá Kefla­vík­ur­flug­velli á föstu­dag og frá Miami á laug­ar­dag. Fylgst er með þróun mála og verða farþegar upp­lýst­ir jafn óðum með tölvu­pósti, sms-skila­boðum og á heimasíðu flug­fé­lags­ins.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá WOW air.

„Farþegum hef­ur verið gef­inn kost­ur á að hætta við flug og fá fulla end­ur­greiðslu, breyta flugi sínu á aðrar dag­setn­ing­ar eða velja flug frá öðrum brott­far­ar­stöðum WOW air á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna; Washingt­on D.C., Bost­on eða New York.

Þá er þeim farþegum sem eiga flug heim frá Miami til Íslands í kvöld bent á að mæta sér­stak­lega snemma á flug­völl­inn til þess að forðast ör­tröð og verður inn­rit­un­ar­borðið opnað fyrr eða um kl. 12 að staðar­tíma.“

Þá eru farþegar Icelandair beðnir að fylgjast vel með tilkynningum á vef fyrirtækisins varðandi ferðir til og frá Bandaríkjunum.