Nýjast á Local Suðurnes

Fylgist náið með framvindu mála í kjölfar gjaldþrots WOW-air

Suðurnesjabær fylgist náið með framvindu mála og aflar upplýsinga um hvernig þessir atburðir koma við sveitarfélagið og íbúa þess. Bæjarstjóri, ásamt forystumönnum bæjarstjórnar og bæjarráðs hafa verið í samskiptum við ýmsa aðila sem málum tengjast, meðal annars til að meta aðstæður og leggja á ráðin um viðbrögð.

Stjórnendahópur Suðurnesjabæjar hefur fundað um málið og undirbýr viðbrögð og aðgerðir eftir því sem þörf verður á, meðal annars út frá upplýsingum sem munu berast á næstu dögum.

Suðurnesjabær beinir því til allra hlutaðeigandi að hugað sé að velferð og hagsmunum allra þeirra sem stöðvun starfsemi WOW air hefur áhrif á, hvort sem um er að ræða starfsfólk og fjölskyldur þeirra eða fyrirtæki.