Nýjast á Local Suðurnes

Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli – “Ég vann orrustuna en tapaði stríðinu”

Atli Már Gylfa­son, blaðamaður , hef­ur verið sýknaður af kröfu Guðmund­ar Spar­tak­us­ar Ómars­son­ar um skaðabæt­ur í meiðyrðamáli. Þá féll 600 þúsund króna málskostnaður á Guðmund Spartakus.

Málið snýst um um­fjöll­un Atla Más um Friðrik Kristjáns­son sem hvarf spor­laust í Suður-Am­er­íku árið 2013. Í ít­ar­legri um­fjöll­un Atla Más um málið kaf­ar hann ofan í fíkni­efna­heim­inn á landa­mær­um Bras­il­íu og Parag­væ og bendl­ar þá Sverri Þór Gunn­ars­son og Guðmund Spar­tak­us við hvarf Friðriks.

Atli Már segist á Facebook vera ánægður með niðurstöðuna í málinu, en að hann hafi einungis unnið orrustuna en tapað stríðinu, auk þess sem eftir standi samt sem áður að Friðrik hafi aldrei fundist og að sú vinna muni halda áfram.