Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli – “Ég vann orrustuna en tapaði stríðinu”
Atli Már Gylfason, blaðamaður , hefur verið sýknaður af kröfu Guðmundar Spartakusar Ómarssonar um skaðabætur í meiðyrðamáli. Þá féll 600 þúsund króna málskostnaður á Guðmund Spartakus.
Málið snýst um umfjöllun Atla Más um Friðrik Kristjánsson sem hvarf sporlaust í Suður-Ameríku árið 2013. Í ítarlegri umfjöllun Atla Más um málið kafar hann ofan í fíkniefnaheiminn á landamærum Brasilíu og Paragvæ og bendlar þá Sverri Þór Gunnarsson og Guðmund Spartakus við hvarf Friðriks.
Atli Már segist á Facebook vera ánægður með niðurstöðuna í málinu, en að hann hafi einungis unnið orrustuna en tapað stríðinu, auk þess sem eftir standi samt sem áður að Friðrik hafi aldrei fundist og að sú vinna muni halda áfram.