Nýjast á Local Suðurnes

Vonbrigði í Keflavík – Alexander bjargaði stigi fyrir Grindavík

Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík léku í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í dag, Grindvíkingar heimsóttu Fjarðarbyggð í leik þar sem Alexander Veigar Þórarinsson bjargaði stigi fyrir Grindavík með tveimur mörkum, en hann skoraði jöfnunarmarkið á annari mínútu í uppbótartíma.

Keflvíkingar gerðu markalaust jafntefli gegn botnliðinu, Huginn, í Keflavík í frekar bragðdaufum leik. Úrslitin hljóta að teljast vonbrigði fyrir Keflvíkinga sem nú hafa gert fimm jafntefli í deildinni það sem af er sumars.

Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar eftir átta umferðir með 14 stig, en Keflvíkingar eru í því sjötta með 11 stig.