Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar völtuðu yfir Leikni og hirtu toppsætið

Toppslagur In­kasso-deild­ar­inn­ar í knattspyrnu fór fram á Grindavíkurvelli  í dag, þegar heimamenn tóku á móti Leikni Reykjavík. Grinda­vík hreinlega valtaði yfir gestina, 4-0, og hirti topp­sætið af þeim síðar­nefndu.

Leikurinn fór rólega af stað en eftir um hálftíma leik komust Grindvíkingar yfir þegar Rodrigo Gomes skoraði af stuttu færi. Annað mark Grinda­vík­ur á 65. mín­útu, Grind­vík­ing­ar spiluðu bolt­an­um lag­lega á milli sín frá miðjum vell­in­um til víta­teigs­ins þar sem Andri Rún­ar Bjarna­son fékk bolt­ann og hamraði hon­um upp í hornið.

Þriðja mark Grinda­vík­ur kom síðan á 83. mín­útu, en það var Juan Manu­el Ort­iz sem skoraði markið. Ort­iz skoraði sitt annað mark og fjórða mark Grinda­vík­ur í upp­bót­ar­tíma.

Grindvíkingar eru því á toppnum, í bili að minnsta kosti, með 12 stig eftir fimm leiki, en þeir hafa einungis tapað einum leik á tímabilinu, gegn grönnum sínum úr Keflavík.