Skólamatur bauð menntamálaráðherra og þingmönnum í mat

Hofsstaðaskóli í Garðabæ og Suðurnesjafyrirtækið Skólamatur buðu menntamálaráðherra og þingmönnum í hádegismat í skólanum í dag ásamt nemendum og starfsmönnum og kynntu fyrir þeim þa´þjónustu sem fyrirtækið býður uppá.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, greinir frá þessu á fésbókar-síðu sinni, en hann, eins og aðrir gestir leist vel á matinn sem í boði var auk þess sem þingmanninum fannst gaman að koma og kynnast skólastarfinu og hvernig fyrirtækið og skólarnir sem það starfar með takast á við matarsóun.