Nýjast á Local Suðurnes

Reiði í Reykjanesbæ eftir að börn voru áreitt í strætó

Mikil umræða og reiði hefur blossað upp í Reykjanesbæ eftir að birt var færsla á Facebook-síðu sem ætluð er íbúum sveitarfélagsins, þar sem því er haldið fram að börn hafi verið áreitt af nokkrum aðilum í strætó. Samkvæmt upplýsingum sem Suðurnes.net hefur eftir sjónarvottum var lögregla kölluð til. Þá hefur Suðurnes.net einnig heimildir fyrir því að svipað mál hafi komið upp áður, þó ekki eins alvarlegt og haldið er fram að átt hafi sér stað í færslunni sem skrifuð var á Facebook.

Í færslunni sem meðal annars er birt í á Facebook-síðunni Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri er því haldið fram að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða og að lögregla hafi verið kölluð til í tvígang. Miklar umræður hafa spunnist um málið og ljóst að uggur er í íbúum Reykjanesbæjar vegna málsins.

Rétt er að taka fram að lögregla hefur ekki staðfest að hafa farið í útköll vegna málsins, þó eftir því hafi verið leitað.