Nýjast á Local Suðurnes

Rólegt í Garði – Krissi hverfislögga passar upp á að allir hagi sér vel

Lögreglustjóri kemur árlega á fund í Garði með sínu fólki, þar sem fjallað er um ýmis mál, þar á meðal er farið yfir margþætta tölfræði um verkefni lögreglunnar. Slíkur fundur var haldinn á dögunum á skrifstofu sveitarfélagsins.

Ef tekið er mið af tölfræði lögreglunnar, þá er mjög rólegt og lítið sem kemur upp á í Garðinum, sem er mjög ánægjulegt. Lögreglan leggur sig fram um að eiga gott samstarf við sveitarfélögin og samskipti starfsfólks sveitarfélagsins við lögregluna eru regluleg og góð. Þetta kemur fram í pistli bæjarstóra á heimasíðu sveitarfélagsins. Þá kemur að auki fram í pistlinum að Krissi hverfislögga hafi aðsetur á bæjarskrifstofunni, lögreglan hugsar vel um samfélagið í Garði, segir bæjarstjórinn Magnús Stefánsson.