Nýjast á Local Suðurnes

Stolinn bílaleigubíll fannst á Akranesi

Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning þess efnis að bílaleigubíl, í eigu bílaleigu í umdæminu, hefði verið stolið þar sem hann stóð í Reykjavík.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að þegar leigutaki hafi ætlað að nota bifreiðina var hún horfin.

Bifreiðin fannst síðan á Akranesi sem og sá sem hafði stolið henni.