Nýjast á Local Suðurnes

Leikskóla lokað vegna kórónuveirusmits

Leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ verður lokaður til 28. mars næstkomandi eftir að starfsmaður greindist smitaður af kórónuveirunni. Tuttugu og tveir starfsmenn og tuttugu og tvö börn eru komin í sóttkví vegna þessa.

Þetta kemur fram á vef stærsta héraðsfréttamiðils landsins, Víkurfrétta. Þar segir jafnframt að upplýsingar og leiðbeiningar hafi verið sendar öllum foreldrum og starfsfólki vegna þessa.