Nýjast á Local Suðurnes

Áfram í varðhaldi

Karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. maí næstkomandi.

Konan lést þann 28. mars síðastliðinn en maðurinn var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum síðar, en talið er að hann hafi þrengt að öndunarvegi hennar. Málið er enn í rannsókn.