Nýjast á Local Suðurnes

Mikill eldur í íbúðarhúsi í Sandgerði

Mik­ill eld­ur kom upp í íbúðar­húsi við Hlíðargötu í Sand­gerði fyr­ir skömmu. Búið er að slökkva eldinn að mestu leyti en húsið er enn fullt af reyk. Slökkvilið Sandgerðis var fljótt á staðinn og nýtur aðstoðar Brunavarna Suðurnesja.

Reyn­ir Sveins­son, frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins í Sand­gerði, er á staðnum og seg­ir mikl­ar skemmd­ir vera á hús­inu. Eng­inn hafi þó verið í hús­inu þegar eld­ur­inn kom upp.