Mikill eldur í íbúðarhúsi í Sandgerði

Mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi við Hlíðargötu í Sandgerði fyrir skömmu. Búið er að slökkva eldinn að mestu leyti en húsið er enn fullt af reyk. Slökkvilið Sandgerðis var fljótt á staðinn og nýtur aðstoðar Brunavarna Suðurnesja.
Reynir Sveinsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Sandgerði, er á staðnum og segir miklar skemmdir vera á húsinu. Enginn hafi þó verið í húsinu þegar eldurinn kom upp.