Nýjast á Local Suðurnes

Ráðhúsið lokað í dag

Ráðhús Reykjanesbæjar verður lokað í dag, mánudaginn 5. okltóber. Þetta er gert þannig að undirbúa megi bókasafn og þjónustuver fyrir breytta starfsemi vegna hertra samkomutakmarkanna.

Ráðhúsið opnar aftur þriðjudaginn 6. október og gert ráð fyrir að opnunartími bæði bókasafns og þjónustuvers verði ekki skertur en talið inn til að virða 20 manna fjöldatakmörkun. Ráðhúskaffi verður lokað um sinn.