Nýjast á Local Suðurnes

Norræna félagið býður ungmennum á námskeið í Svíþjóð

Norræna félagið í Grindavík, í samstarfi við Grindavíkurbæ, vinabæinn Piteå í Svíþjóð og Norðurlandaráð, býður upp á námskeið í sænsku sem sérstaklega er ætlað fyrir vinabæi Piteå. Námskeiðið fer fram dagana 23. júlí til 2. ágúst næstkomandi.

Í boði eru tvö sæti á námskeiðinu fyrir ungmenni í Grindavík fædd á árunum 1996 til 2001. Innifalið í boðinu er flug, gisting og námskeiðið sjálft. Æskilegt er að umsækjandi hafi bakgrunn og/eða góðan námsárangur í einhverju af Norrænu tungumálunum.

 

Umsóknarfrestur er til 1.júní næstkomandi, en nánari upplýsingar má finna á vef Grindavíkurbæjar.