Nýjast á Local Suðurnes

Aðeins tveir Suðurnesjamenn í landsliðshópi karla

Mynd: Kkd. Njarðvíkur

Craig Pedersen þjálfari og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa valið þá 12 leikmenn sem skipa landsliðshópinn fyrir landsliðsgluggann í nóvember.

Liðið mun halda til Tékklands mánudaginn 20. nóvember til æfingar og dvalar fram að leik gegn heimamönnum á föstudeginum 24. nóvember. Liðið ferðast svo heim daginn eftir og mun mæta til leiks á mánudaginn 27. nóvember í Höllinni og leika gegn Búlgaríu. Auk Tékklands og Búlgaríu leika Finnar með okkur í riðli og koma þeir til Íslands í næsta glugga í seinnihluta febrúar 2018.

Einungis tveir Suðurnesjamenn eru í hópnum að þessu sinn, Logi Gunnarsson úr Njarðvík og Ólafur Ólafsson úr Grindavík. Elvar Már Friðriksson gaf ekki kost á sér í verkefni að þessu sinni, en hann stundar nám í Bandaríkjunum og NCAA er ekki undir FIBA og var vitað að hann kæmist ekki í landsliðsverkefni í vetur. Þá gaf Hörður Axel Vilbergson ekki kost á sér að þessu sinni.

Landsliðshópur karla · Nóvember 2017
NafnLiðF. árHæðLandsleikir
Brynjar Þór BjörnssonKR198819267
Haukur Helgi Pálsson BriemCholet Basket (FRA)199219861
Hlynur BæringssonStjarnan1982200116
Jakob Örn SigurðarsonBoras Basket (SWE)198219085
Kári JónssonHaukar19971925
Kristófer AcoxKR199319830
Logi GunnarssonNjarðvík1981192143
Martin HermannssonCharleville (FRA)199419456
Ólafur ÓlafssonGrindavík199019420
Pavel ErmolinskijKR198720267
Sigtryggur Arnar BjörnssonTindastóll19931805
Tryggvi Snær HlinasonValencia (ESP)199721524