Nýjast á Local Suðurnes

Mikið magn af reiðufé komið í réttar hendur

Lögreglan á Suðurnesjum leitaði í morgun að eiganda veskis sem innihélt mikið magn af reiðufé sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina við Hringbraut í þeirri von að hægt væri að hafa upp á réttmætum eiganda.

Lögreglumenn leystu málið skjótt, eins og flest önnur sem rata á þeirra borð og komu fénu í réttar hendur á mettíma.