Nýjast á Local Suðurnes

Fíklar hysji upp um sig og fargi notuðum sprautum

Reglulega gerist það að sprautunálar finnast utandyra og hafa tvö slík mál komið upp það sem af er degi hér á Suðurnesjum að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Í færslu á Facebook segir lögregla að mikilvægt sé að fólk viti hvernig best er að farga svona hlutum.

Í færslunni, sem finna má hér fyrir neðan, eru leiðbeiningar um hvernig borgarar skulu bregðast við finnist svona hlutir á víðavangi, en lögregla tekur einnig fram að best væri þó að þeir sem skilja þetta eftir á víðavangi hysji upp um sig og passi sig á að hirða þetta upp.