Nýjast á Local Suðurnes

Björn Steinar segist hafa verið rekinn frá Grindavík: “Gefst ekki upp þó á móti blási”

Björn Steinar Brynjólfsson fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfuknattleik er ósáttur eftir starfslok sín hjá Körfunattleiksdeild Grindavíkur. Björn Steinar segir í færslu á Facebook að starfslokin hafi ekki verið gerð í góðu, þrátt fyrir að sameiginleg yfirlýsing hans og KKD. Grindavíkur segi annað.

Björn segist vera ósáttur við stjórnendur Körfuknattleiksdeildarinnar en enn ósáttari við sjálfan sig fyrir að hafa skrifað undir sameiginlegu yfirlýsinguna. Þá hvetur hann stjórn KKD. Grindavíkur til þess að fara í einhverskonar sjálfsskoðun á því hvernig haldið er um hlutina og á hvaða forsendum ákvarðanir eru teknar í kringum kvennaliðið.

Færslu Björns má finna í heild sinni hér fyrir neðan: