Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar greiða aðgangseyri á grannaslaginn – Skora á önnur lið að gera það sama

Karlalið Grindavíkur í körfuknattleik hefur ákveðið að styrkja Minningarsjóð Ölla um þá upphæð sem það hefði kostað leikmenn og þjálfara liðsins að mæta á grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fer í Njarðvík í kvöld. Leikmenn liðanna í Dominos-deildinni hafa svokallað KKÍ-kort sem veitir ókeypis aðgang að leikjum annara liða í deildinni. Grindvíkingar skora á önnur lið í Dominos-deildinni að gera slík hið sama.

Frá þessu greinir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga og fyrrum þjálfari Njarðvíkur, í hjartnæmum pistli á Facebook, þar sem hann rekur kynni sín af Ölla.

Pistil Daníels má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: