Indverska Prinsessan er mætt aftur – Myndband!
Hljómsveitin Shades of Reykjavík kynnti nýjustu smáskífu sína á dögunum en hún er unnin í samvinnu við enga aðra en hina ástsælu söngkonu Leoncie, sem bjó í Sandgerði á tímabili en hún er einnig þekkt sem indverska prinsessan.
Hljómsveitin frumsýndi einnig myndband við lagið sem er endurgerð lagsins “Enginn Þríkantur hér” sem Leoncie sló í gegn með fyrir nokkrum árum.
Shades Of Reykjavík hafa átt talsvert við lagið og þykir samstarf þeirra og Leoncie hafa lukkast vonum framar.
Myndböndin við lagið má finna hér fyrir neðan, annarsvegar myndband Shades of Reykjavík og hinsvegar myndband sem tekið var upp fyrir Rás 2 fyrir nokkrum árum.