Nýjast á Local Suðurnes

Búist við jákvæðri rekstrarniðurstaðu í Reykjanesbæ – Hér eru helstu tölur!

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2024 var samþykkt á dögunum, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu á A hluta bæjarsjóðs að fjárhæð 173 m.kr. og jákvæðrar rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 1.244 m.kr. í samstæðu A og B hluta.

Sex vinnufundir voru haldnir í tengslum við vinnslu áætlunarinnar, sem öllum kjörnum aðal- og varafulltrúum var boðið þátttöku í. Fjárhagsáætluninin var á endanum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum utan þess að fulltrúi Umbótar sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2024

  • Tekjur samstæðu (A+B hluti) verða 37,2 milljarða.kr.
  • Tekjur bæjarsjóðs (A hluti) verða 25,2 milljarðar.kr.
  • Gjöld samstæðu (A+B hluti) verða 29,5 milljarða.kr.
  • Gjöld bæjarsjóðs (A hluti) verða 22,5 milljarða.kr.
  • Framlegð samstæðu (A+B hluti) verður 7,7 milljarða.kr. eða 20,67%
  • Framlegð bæjarsjóðs (A hluti) verður 2,7 milljarða.kr. eða 10,67%
  • Afskriftir samstæðu (A+B hluti) verða 2,1 milljarða.kr.
  • Afskriftir bæjarsjóðs (A hluti) verða 756kr.
  • Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2024 er jákvæð um 244 m.kr.
  • Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2024 er jákvæð um 173kr.
  • Eignir samstæðu í lok árs 2024 verða 88,7 milljarða.kr.
  • Eignir bæjarsjóðs í lok árs 2024 verða 47,1 milljarða.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar samstæðu í lok árs 2024 verða 53,1 milljarða.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í lok árs 2024 verða 31,3 milljarða.kr.
  • Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2024 verður 6,2 milljarða.kr.
  • Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2024 verður 2,1 milljarða.kr.
  • Skuldaviðmið samstæðu (A+B hluti) verður í lok árs 2024 116,83%
  • Skuldaviðmið bæjarsjóðs (A hluti) verður í lok árs 2024 97,45 %