Meirihlutafall í Grindavík og Suðurnesjabæ

Lokatölur frá Grindavík gefa til kynna að meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sé fallið. Miðflokkurinn er í stórsókn og er stærstur með 519 atkvæði og fær þrjá bæjarfulltrúa.
Meirihlutinn féll einnig í Suðurnesjabæ, en þar fékk D-listi flest atkvæði eða 29,5 % og þrjá menn kjörna. Nýtt framboð O-lista fékk tæp 27 % atkvæða og tvo menn kjörna, líkt og Samfylking og Framsókn.