Nýjast á Local Suðurnes

Barry á sigurbraut – Sjáðu glæsilega körfu Elvars Más!

Elvar Már Friðriksson

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott með körfuknattleiksliði Barry háskóla í Bandaríkjunum, en kappinn skoraði 23 stig, þar af 11 af vítalínunni í leik liðsins gegn Nova Southeastern í nótt. Leiknum lauk með sigri Barry 79-73.

Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá eina mikilvægustu körfu leiksins, en Elvar jafnaði leikinn, 60-60, eftir að hafa skorað af miklu harðfylgi. Glæsikörfu Elvars má sjá þegar tæp mínúta er liðin af myndbandinu.