Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már með flestar stoðsendingar í háskóladeildinni

Elvar Már Friðriksson

Körfuknattleikskappinn Elvar Már Friðriksson stendur sig með miklum sóma í hákólaboltanum í Bandaríkjunum, hann er með flestar stoðsendingar að meðaltali í leik eða 8,6, það sem af er tímabilinu. Elvar sem leikur með liði Barry háskólans er líka að skila sínu þegar kemur að stigaskorun en hann er með 10,2 stig að meðaltali í leik.

Elvar lék með LIU skólanum í Brooklyn á síðasta ári og var þá með 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik og skoraði 8,8 stig.

Hægt er að skoða tölfræði Elvars í bandaríska háskólaboltanum hér.

Skjáskot af síðu NCAA

Skjáskot af síðu NCAA