Nýjast á Local Suðurnes

Enn leitað að sprengju en opið fyrir flugumferð

Aðgerðir standa enn yfir á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar um borð í þotu bandaríska flutningafélagsins UPS, sem lenti á vellinum á tólfta tímanum í gærkvöld. Sprengjusérfræðingar sérsveitar ríkislögreglustjóra eru enn að störfum í vélinni en engin sprengja hefur fundist. 

Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV um málið, en þar segir að Keflavíkurflugvöllur hafi verið opnaður að nýju um klukkan þrjú í nótt. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, komst flugumferð í eðlilegt horf eftir að völlurinn var opnaður og flug í morgun verið samkvæmt áætlun.