Nýjast á Local Suðurnes

Handtekinn vopnaður öxi í miðbæ Reykjanesbæjar

Sérsveitin var kölluð út nokkru fyrir klukkan 11 í morgun vegna manns sem gekk um miðbæ Reykjanesbæjar vopnaður öxi. Lögreglunni á Suðurnesjum tókst að handtaka manninn áður en sérsveitin kom á staðinn.

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði í samtali við fréttastofu RÚV að það væri hluti af verklagi að kalla út sérsveitina í svona málum.

Maðurinn olli ekki skemmdum eða skaða með öxinni, að sögn lögreglu. Hann gistir nú fangaklefa og bíður yfirheyrslu.