Nýjast á Local Suðurnes

Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Njarðvík

Njarðvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á Sindra á Njarðtaks-vellinum í dag, liðið er þó enn í bullandi hættu á að falla um deild en fallbaráttan í 2. deildinni í knattspyrnu er gríðarlega spennandi fyrir lokaumferðina sem fram fer næsta laugardag.

Það voru Sindramenn sem réðu ferðinni í fyrri hálfleiknum í dag en það voru þó Njarðvíkingar sem skkoruðu fyrsta markið á lokamínútum hálfleiksins, gegn gangi leiksins en 1-0 forysta í hálfleik.

Njarðvikingar voru mun sterkari í síðari hálfleik og á 5. mín skallaði Styrmir Gauti boltann í netið eftir hornspyrnu. Eftir markið tóku Njarðvíkingar leikinn í sínar hendur og voru mun líklegri að bæta við marki. Sindramenn náðu þó að minnka muninn 77. mínútu og hleypa spennu í leikinn á ný.

Ari Steinn Guðmundsson setti þriðja mark Njarðvíkinga á lokamínútu venjulegs leiktíma af miklu harðfylgi þegar hann fylgdi eftir skoti Tryggva Guðmundssonar. Gestirnir náðu svo að minnka muninn í 3-2 ogá 94. mínútu og þar við sat.

Gríðarlega mikilvæg þrjú stig í hús fyrir lokaleikinn gegn Ægi á útivelli næsta laugardag kl. 14 en Ægismenn eru á sömu slóðum og Njarðvík í deildinni en með tveimur stigum minna.