Nýjast á Local Suðurnes

Undirbúningur hafinn fyrir Ljósanótt – Hagnýtar upplýsingar hér!

Undirbúningur Ljósanæturhátíðarinnar er nú í fullum gangi, en hátíðin fer fram frá 30. ágúst til 3. september í ár. Á vef hátíðarinnar kemur fram að gera megir ráð fyrir að fyrirkomulag hátíðarinnar verði með svipuðum hætti og undanfarin ár. Starfmenn Reykjanesbæjar stýra að venju framkvæmd hátíðarinnar ásamt fjölda öflugra samstarfsaðila.

Áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sína viðburði beint inn á vef hátíðarinnar, ljosanott.is, en þar má finna allar upplýsingar um framkvæmd hátíðarinnar. Þá er öll sala á hátíðarsvæði í höndum körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur.