Nýjast á Local Suðurnes

Friðjón: “Engar útleiðir fyrir sveitarfélög út úr svona verkefnum”

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Sveitarfélög hafa ekki möguleika á því að stöðva stóriðjuverkefni, eftir að lóðarúthlutun hefur farið fram til slíkra verkefna, þó að vandamál komi upp. Þetta kom fram í máli Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni kísilvers United Silicon í helguvík í morgun.

Friðjón nefndi álver Norðuráls sem verið hefur í byggingu í Helguvík undanfarin ár í þessu samhengi og sagði fyrirtæki hafa möguleika á að standa með hálfkláraðar byggingar á lóðum sínum í ár eða áratugi ef því væri að skipta. Þá sagði Friðjón boltann vera hjá þinginu þegar kæmi að þessum málum og að setja þyrfti reglur eða reglugerðir til að hjálpa sveitarfélögum að eiga við mál af þessu tagi.

“Útleiðir fyrir okkur eru engar, það eru engar útleiðir fyrir sveitarfélög út úr svona verkefnum nema í gegnum eftirlitsstofnanir. Kannski þarf þingið að koma sterkara að því, með einhverjum reglum og reglugerð og hjálpa okkur í þessu.” Sagði Friðjón.