Nýjast á Local Suðurnes

Ítrekuð skemmdarverk á leikskóla – “Berum öll ábyrgð á að ganga vel um”

Stórar ruslatunnur sem standa við leikskólann Holt í Innri-Njarðvík hafa ítrekað verið tæmdar á fótboltavelli sem liggur við skólann, auk þess sem skemmdarverk hafa verið unninn á lóð leikskólans. Þetta kemur fram í færslu sem leikskólastjórinn, Heiða Ingólfsdóttir, ritaði á Facebook-síðuna “Íbúar Innri Njarðvíkur”, en þar hvetur hún foreldra að ræða við börn sín um að bera virðingu fyrir eigum annara.

“Aðkoma að leikskólanum Holti hefur því miður ekki verið til fyrirmyndar síðustu daga. Stóru ruslatunnunum okkar hefur verið rúllað niður á fótboltavöll og í morgun var einnig búið að dreyfa rusli út um allt.” Segir leikskólastjórinn í í fæsrslu sinni.

Þá hvetur hún foreldra í hverfinu til að ræða við börn sín um að bera virðingu fyrir eigum annara, enda séu eldri börn mikilvægar fyrirmyndir þeirra sem yngri eru.

“Ég bið ykkur að ræða við börn og ungmenni í hverfinu um mikilvægi þess að ganga vel um, bera virðingu fyrir eigum annarra, sýna umhverfinu áhuga og að eldri börn séu þeim yngri mikilvægar fyrirmyndir. Skólarnir í hverfinu tilheyra öllu samfélaginu og við berum öll ábyrgð á að ganga vel um, bæði innan húss og utan.”