Nýjast á Local Suðurnes

Allar upplýsingar vegna kosninga á einum stað

Grindavíkurbær hefur opnað vefsvæði á heimasíðu sinni, þar sem teknar eru saman allar fréttir sem birtast á Grindavík.is og tengjast kosningum á einn eða annan hátt. Markmiðið með síðunni er að auðvelda Grindvíkingum aðgengi að auglýsingum, málefnum og upplýsingum sem flokkarnir hafa fram að færa.

Um leið er vonast til að hún hjálpi kjósendum að taka upplýsta ákvörðun þegar kemur að kosningum og að sem flestir nýti sinn kosningarétt.

Hægt er að senda fréttir og tilkynningar til birtingar á síðunni á netfangið heimasidan@grindavik.is