Nýjast á Local Suðurnes

Brugðust skjótt við athugasemdum – Bíóhús verður tekið í gegn að innan sem utan

Sambíóin fagna áskorun Suðurnesjamanna um bætt bíóhús og ætla að ráðast í að gera húsnæðið betra að innan sem utan. Ný sæti eru þegar í pöntun og húsið verður málað að utan í sumar.

Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn íbúa á Suðurnesjum og birt er í Facebook-hópnum Reykjanesbær – Betri bær. Í svari frá Alfreð Ásberg Árnasyni kemur fram að salernisaðstaða bíóhússins hafi þegar verið löguð og að til standi að setja ný sæti og teppi í húsið, sem þannig muni verða sambærilegt við bíósali fyrirtækisins í Kringlunni og Egilshöll.

“Við tökum vel í þessar ábendingar og það er og var þegar byrjað áður en þessi áskorun kom vinna við að betrumbæta bíóið,” Segir Alfreð í svari sínu. Og hann bætir við: “Það stendur til að setja ný sæti og teppi í salina eins og eru í Egilshöll og Kringlunni á þessu ári, Við vorum að tala við okkar birgja í sætum í mars á þessu ári um verð á sætum og er það í vinnslu.

Varðandi salernin þá voru þau máluð fyrir tveim mánuðum síðan, við skoðum málið með þau og lagfærum en ég hef ekki fengið neina kvörtun síðan þau voru máluð en við förum yfir þau aftur.”