Nýjast á Local Suðurnes

Gamla myndin: Maður Evrópuleiksins í 6-2 tapi

Keflvíkingar hafa í gegnum tíðina leikið gegn sterkustu félagsliðum heims í Evrópukeppnum í knattspyrnu. Liðum eins og Real Madrid, Tottenham og Everton.

Gamla myndin sýnir Þorstein Ólafsson, markvörð Keflvíkinga reyna sitt allra besta þegar Alan Ball leikmaður Everton kom liðinu yfir í leik sem endaði 1-1 á Laugardalsvelli árið 1970. Leikurinn á Goodison Park, heimavelli Everton, endaði með 6-2 sigri heimamanna, þar sem Þorsteinn var valinn maður leiksins við mikið lófaklapp, samkvæmt úttekt Tímans hvaðan þessi mynd er fengin í gegnum vef Tímarit.is þar sem finna má áhugaverða umfjöllun.