Nýjast á Local Suðurnes

Þingmenn sem aka mest fá bílaleigubíla til afnota

Mynd: Gys.is

Þeir alþingismenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu fá til afnota bílaleigubifreiðir sem skrifstofa þingsins leggur til. Þingið greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar. Þingmenn Suðurkjördæmis fá á þriðja tug milljóna endurgreiddar vegna aksturs fyrir árið 2016.

Þetta kemur fram á Vísi.is, en Suðurnes.net greindi frá því á dögunum að þingmenn Suðurkjördæmis aki mest allara þingmanna. Á vef Vísis kemur einnig fram að þessi klausa hafi komið inn í starfsreglur Alþingis í upphafi þessa árs.

Ekki hefur fengist sundurliðað hjá Alþingi hversu mikið hver þingmaður aki á eigin bifreiðum á ári og hvað þeir fái greitt vegna þess. Alþingi hefur ekki orðið við ósk um að afhenda upplýsingarnar og ber fyrir sig að þar sé um trúnaðarupplýsingar að ræða.

Myndin sem fylgir fréttinni er fengin að láni af afþreyingavefnum Gys.is og sýnir þingmannin Ásmund Friðriksson á ferðinni. Myndin hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlunum, en Ásmundur er sá þingmaður sem talinn er aka mest allra.

Mynd: Gys.is