Nýjast á Local Suðurnes

Ferðamenn slösuðust í flugstöðinni

Tveir erlendir ferðamenn slösuðust í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um helgina. Annað atvikið varð með þeim hætti að kona datt á andlitið þegar hún var að ganga í gegnum Fríhöfnina. Töluvert blæddi úr andliti hennar og var talið að hún hefði nefbrotnað. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Í hinu tilvikinu féll kona í rúllustiga. Hún var með nokkur blæðandi sár á höfði eftir óhappið og kvartaði undan verkjum. Hún var einnig flutt á HSS.

Loks fór betur en á horfðist þegar vegfarandi hljóp á hlið bifreiðar á ferð í Reykjanesbæ. Viðkomandi hruflaðist á hendi en dæld kom í bílinn við atvikið.