Nýjast á Local Suðurnes

Fundu virka handsprengju á Pattersonsvæði

Vegfarandi gekk fram á handsprengju á Pattersonsvæðinu svokallaða við Ásbrú um helgina og tilkynnti fundinn til lögreglu.

Haft var samband við sprengjusérfræðinga hjá Landhelgisgæslunni, sem eyddu sprengjunni. Talið er að hún hafi verið virk, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.