Loka fyrir aðgengi að gossvæðinu

Lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadal.
Í tilkynningu vísar lögregla til þess að veður fari versnandi og erfiðar aðstæður séu á svæðinu. Ástandið verður endurmetið í fyrramálið.